Seinkunn á málþingi á Seyðisfirði

Upphafi geðræktarmálþings á Seyðisfirði, sem halda átti í dag, hefur verið seinkað um einn og hálfan tíma vegna tafa á flugsamgöngum.

Málþingið átti að hefjast klukkan 10:00 í Herðubreið. Bæði miðdegis- og síðdegisflugi frá Reykjavík í gær var aflýst vegna veðurskilyrða. Það hefur leitt til mikilla raskana og nú í morgun er tveggja tíma seinkunn á flugi í Egilsstaði. Eftir hádegi kemur síðan aukavél vegna þeirra sem féllu niður í gærkvöldi.

Þetta þýðir að stór hluti fyrirlesara málþingsins hefur ekki enn komist austur. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum á að hefja málþingið klukkan 11:30 á léttum hádegisverði. Erindin byrja síðan eftir það.

Málþingið er haldið sérstaklega í kjölfar skriðufallanna í desember 2020. Meðal fyrirlesara eru sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands, almannavörun, Heilbrigðisstofnun Austurland og verkfræðistofunni Eflu.

Málþingið verður líka sent beint út í gegnum miðla Múlaþings.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.