September á Austurlandi með þeim köldustu um árabil

Eftir afar rysjótta sumartíð víðast hvar á Austurlandi voru margir að vona að haustbyrjunin yrði mild og góð á móti. Sú von gekk ekki eftir því bæði var hvassara og mun kaldara í fjórðungnum en verið hefur um árabil.

Þetta staðfesta tíðarfarstölur Veðurstofu Íslands fyrir nýliðinn septembermánuð og það annar mánuðurinn í röð sem hitastig austanlands er töluvert undir meðaltali síðustu rúmlega 30 ára.

Meðalhiti mánaðarins á Egilsstöðum reyndist aðeins vera 6,1 stig sem er 2,3 stigum lægra en meðalhiti sama mánaðar síðustu tíu árin. Að Teigarhorni var 2,0 stigum kaldara í september en síðasta áratuginn og á Dalatanga 1,6 stigum undir því sem verið hefur yfir sama tímabil.

Annað athyglisvert við septembermánuð er hve hár loftþrýstingur mældist um land allt en ekki hvað síst á Austurlandi þar sem meðal annars mældist allra hæsti loftþrýstingur sem mælst hefur á Dalatanga frá upphafi mælinga þar árið 1938. Þetta algjörlega á skjön við loftþrýstingstölur ágústmánaðar sem voru óvenjulega lágar og þann mánuð allan mældist hann allra lægstur á Vattarnesi.

Aldrei hefur mælst jafn hár loftþrýstingur á Dalatanga yst í Mjóafirði og reyndin varð í síðasta mánuði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.