Sigmundur Davíð áfram í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður áfram í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi. Unnið er að uppstillingu hjá flokknum.

Í svari við fyrirspurn Vikublaðsins staðfesti Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Miðflokksins, að Sigmundur Davíð verði áfram í oddvitasæti listans. Uppstillingarnefnd flokksins er að störfum og von er á niðurstöðum eftir helgi.

Sigmundur Davíð tók fyrst sæti í Norðausturkjördæmi árið 2013 og varð forsætisráðherra í kjölfarið. Hann sat þá fyrir Framsóknarflokkinn. Það gerði það fram til 2017 að hann stofnaði Miðflokkinn.

Austurfrétt og Vikublaðið hafa undanfarna daga unnið að því í sameiningu að ná í þingmenn Norðausturkjördæmisins með fyrirspurnir um hvort þeir hyggist halda áfram og um ástandið í stjórnmálunum.

Ekki hefur enn náðst í Sigmund Davíð, Jakob Frímann Magnússon, Ingibjörgu Isaksen, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur eða Berglindi Ósk Guðmundsdóttur. Berlindi gaf þó út í gærkvöldi á Facebook að hún sæktist eftir endurkjöri.

Landshlutaráð Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fundaði í gærkvöldi og staðfesti að stillt yrði upp á lista flokksins í kjördæminu. Þar var jafnframt valið í uppstillingarnefnd sem hefur hafið störf.

Þá staðfesti Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar sem bauð fram í Reykjavík í síðustu kosningum, að hreyfingin stefndi að framboði í öllum kjördæmum í ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.