Sjálfstæðismenn velja oddvita á tvöföldu kjördæmisþingi

Ljóst er að kosið verður á milli minnst tveggja einstaklinga í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið verður á tvöföldu kjördæmisþingi á sunnudag.

Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri Kaldvíkur og fyrrum bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, tilkynnti í morgun að hann byði sig fram í oddvitasætið.

Njáll Trausti Friðbertsson, Alþingismaður, skipaði oddvitasætið í síðustu kosningum. Hann staðfestir í samtali við Austurfrétt að hann gefi kost á sér áfram. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2016 og hefur á þessu kjörtímabili verði formaður fjárlaganefndar og setið í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

„Svona er lýðræðið og það er gott að fá sem flesta í framboð. Jens Garðar er skemmtilegur drengur og þetta verður skemmtilegt,“ segir Njáll Trausti.

Í gærkvöldi var send út tillaga um að valið verði á tvöföldu kjördæmisþingi í Mývatnssveit næsta sunnudag. Tillagan sjálf verður borin upp klukkan 11 á einföldu kjördæmisþingi þar sem aðeins aðalmenn eiga sæti. Tillagan gengur út á að velja í fimm efstu sætin. Verði hún samþykkt hefst tvöfalt kjördæmisþing á hádegi en á því eiga varafulltrúar líka atkvæðisrétt.

Kosið er um efsta sætið fyrst, talið og tilkynnt um úrslit tveggja efstu frambjóðenda áður en kosið er um næsta sæti. Þegar búið er að kjósa í þau sæti sem þingið hefur ákveðið kemur til kasta kjörnefndar að ganga frá endanlegum lista sem inniheldur 20 nöfn. Stefnt er að bera hann upp til samþykktar áður en þinginu er slitið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar