Skikkan að komast á sorphirðu í Fjarðabyggð

Sorphirða í Fjarðabyggð á að vera komin á áætlun. Starfsmenn Kubbs hafa undanfarna daga unnið að því að vinna upp þær tafir sem orðnar voru.

Bæjarráð Fjarðabyggðar sá ástæðu til að bóka vegna ítrekaðra tafa síðustu mánuði og fól síðan bæjarstjóra að funda með fyrirtækinu, því þær aðgerðir sem það hafði gripið til vegna tafanna, þóttu óásættanlegar.

Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðabyggð hefur sorphirðan gengið vel síðustu daga en í síðustu viku og um helgina var gert átak í að vinna upp þær tafir sem orðnar voru. Í þessari viku á að vera tæmt úr brúnni tunnu samkvæmt áætlun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar