Skiptum lokið á búi KK Matvæla
Skiptum er lokið á þrotabúi KK Matvæla sem urðu gjaldþrota fyrir rúmum tveimur árum. Eftir að fyrirtækið skipti um eigendur breyttist starfsemin og fátt varð um ársreikninga.
KK-Matvæli voru tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Austurlands 1. júlí 2009. Upp í lýstar kröfur, 15,3 milljónir, fengust 2,2 milljónir eða 14,5%
Fyrirtækið var upphaflega stofnað sem matvælaframleiðslufyrirtæki en eftir eigendaskipti fyrir nokkrum árum breyttist það smám saman í veitingaþjónustu. Frá árinu 2005 skilaði það eins einu sinni ársreikningi. Það var árið 2006.
Þá lauk nýverið skiptum á búi Svarthamra í Neskaupstað en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í sumar. Tæpar 400 þúsund krónur fengust upp í forgangskröfur. Ekkert fékkst upp í aðrar kröfur. Lýstar kröfur námu alls 28,4 milljónum króna.