Skógræktin: Ný skógræktarstofnun tekin til starfa

Skógræktin, ný skógræktarstofnun sem til varð við sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt tók til starfa þann 1. júlí síðastliðinn.

Aðalskrifstofa Skógræktarinnar er á Egilsstöðum en starfstöðvar stofnunarinnar eru víða um land.

Lög um hina nýju stofnun voru samþykkt á Alþingi í byrjun júní en þau kveða á um að saman renni í eina stofnun Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt. Verkefnin eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar og Suðurlands­skóg­ar ásamt því að umsjón með Hekluskógum flyst með inn í nýja stofnun einnig.

Í tilefni af því að hin nýja Skógrækt væri formlega tekin til starfa tók starfsfólk stofnunarinnar á Austurlandi á móti fólki í skógræktinni á Strönd á Völlum þar sem farið var í skógargöngu og boðið upp á ketilkaffi og kleinur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.