Skora á stjórnvöld að efla ráðgjöf og stuðning við barnafjölskyldur

Samband austfirskra kvenna (SAK) skorar á íslensk stjórnvöld að gera gangskör að því að efla alla ráðgjöf og stuðning við barnafjölskyldur í landinu. Áreiti nútímans geri uppalendum erfitt fyrir og þeir þurfi aðstoð og hjálp.

Sambandið hélt árlegan aðalfund sinn um helgina en fundurinn fór að þessu sinni fram á Eiðum. Sem endranær á fundum sambandsins var góð mæting á fjórða tug kvenna af öllu Austurlandi.

Venjan er að fundurinn sendi frá sér ályktun um það málefni sem hátt ber og áhyggjur eru af innan félagsins að loknum hverjum aðalfundi og lýsti fundurinn nú miklum áhyggjum af sívaxandi áreiti gagnvart börnum og unglingum og ekki síður foreldrum barna og unglinga.

Helga Magnea Steinsson, formaður SAK, segist sjálf vart geta ímyndað sér hvernig sé að ala upp börn í því áreitisumhverfi sem umlykur allt og alla.

„Okkur finnst ástandið í þjóðfélaginu undanfarna mánuði vera þannig að það veiti ekki af þrýsta á þá sem stýra og stjórna að standa betur við bakið á barnafjölskyldum í landinu. Það ekkert grín að vera uppalandi í dag með öllu þessu áreiti sem fram fer og mig grunar að venjulegir foreldrar margir hafi jafnvel enga yfirsýn yfir hversu áreitið kringum börnin er djúpt og mikið. Af þessu hafa margir áhyggur ef ekki flestir og því fleiri sem álykta um slík mál og þrýsta á um bætur því betra.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.