Stakkahlíð auglýst til sölu

Jörðin Stakkahlíð Loðmundarfirði hefur verið auglýst til sölu. Jörðin hefur verið eyði í meira en hálfa öld.

Jörðin er auglýst til sölu hjá Lögmönnum Suðurlandi. Í lýsingu kemur fram að hún sé um 2000 hektarar á stærð. Henni er lýst sem mikilli og einstakri náttúruperlu en afskekktri þar sem aðeins sé fært landleiðina á bílum þangað hluta ársins.

Íbúðarhúsið er sagt þriggja hæða, rúmir 150 fermetrar. Það sé komið vel til ára sinna og þarfnist töluverðs viðhalds. Að auki eru talin upp tvö útihús, sem sé orðin léleg og skemma.

Sagt er frá landnámi í Loðmundarfirði í Landnámi en takmarkaðar heimildir eru þar um byggð. Samkvæmt manntali bjuggu þar þó um 100 manns í lok nítjándu aldar en fækkaði hratt eftir það. Síðasti íbúinn yfirgaf fjörðinn árið 1973. Hlunnindi hafa verið í firðinum svo sem silungur, hreindýr og æðarvarp.

Stakkahlíð er ein tíu jarða sem lengst af voru í ábúð í firðinum. Síðustu ábúendur fluttu þaðan árið 1967. Ferðaþjónusta var rekin í Stakkahlíð fram til ársins 2006.

Árið 2007 var jörðin seld á uppboði eftir 111 ár í eigu sömu ættarinnar. Fjölskyldumeðlimir buðu í en voru yfirboðnir af Þorsteini Hjaltested, fjárfesti sem oftast er kenndur við jörðina Vatnsenda sem Kópavogsbær hefur byggt á. Þorsteinn lést árið 2018 og er Íslandsbanki þinglýstur eigandi jarðarinnar í dag.

Fasteignamat jarðarinnar er 11,4 milljónir en brunabótamat 56,2. Ekkert verð er sett á eignina heldur óskað tilboða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.