Steingrímur J: Fjárfest í skapandi greinum þegar við verðum rík á ný

steingrimur_j_sigfusson_make.jpg
Íslenska ríkið áformar milljarða fjárfestingu í hinum skapandi greinum á næstum árum þegar búið verður að koma jafnvægi á ríkissjóð. Þegar vantar fólk menntað í menningarfræðum á atvinnumarkaðinn.

Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans við setningu hönnunarráðstefnunnar Make It Happen á Egilsstöðum í gærkvöldi. Steingrímur sagði að á teikniborðinu væru hugmyndir um milljarða fjárfestingu í hinum skapandi greinum af hálfu ríkisins „þegar við verðum rík aftur.“

Fjármununum verður meðal annars varið í fjárfestingu í ferðaþjónustu, kvikmyndaiðnaði og rannsóknum.

Steingrímur sagði að þegar væri eftirspurn á vinnumarkaðinum eftir menningarmenntuðu fólki, til dæmis hönnuðum og kvikmyndagerðarfólki.

Steingrímur hrósaði vinnu heimamanna á Austurlandi í uppbyggingu menningariðnaðarins. Hann sagði Austfirðinga hafa sýnt frumkvæði í að leita svara við spurningunni um hvernig hægt sé að ná menningu og hefðum inn í atvinnusköpun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.