Stendur ekki til að draga úr framleiðslu hjá Fjarðaáli

Alcoa Fjarðaál hyggst halda sínu striki í framleiðslu áls þótt verð á mörkuðum flæki reksturinn. Reynt hefur verið að draga saman í kostnaði til að bregðast við stöðunni.

Stjórnendur Rio Tinto, móðurfélags álversins í Straumsvík, tilkynntu í morgun að verið væri að skoða hvort rétt væri að hætta rekstri þar, vegna sögulega lágs álverðs og óhagstæðra orkusamninga. Áður hafði framleiðsal þar verið minnkuð.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls, segir að álverið á Reyðarfirði hafi ekki farið varhluta af erfiðri stöðu á mörkuðum sem að mestu sé til komin vegna offramleiðslu í Kína. Þar stendur þó ekki til að draga úr framleiðslunni.

„Okkar viðbrögð hafa verið að draga úr kostnaði og það er ljóst að við þurfum að draga saman seglin í okkar útgjöldum eins og við getum. Það stendur ekki til að draga úr framleiðslu hjá okkur,“ segir hún.

Aðspurð kveðst hún ekki geta farið nánar út í hverjar aðhaldsaðgerðirnar séu. „Við erum bara að horfa í allan rekstur hjá okkur og leitum að leiðum til að hagræða og draga úr kostnaði.“

Hún reiknar með að starfsmannafjöldi þar haldist óbreyttur. Um þessar mundir sé verið að ráða inn sumarstarfsfólk og þar séu í einhverjum tilfellum möguleikar á áframhaldandi störfum eftir sumarið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.