Stillt upp hjá Miðflokknum í nýju sveitarfélagi

Miðflokkurinn hefur stofnað deild til að undirbúa framboð til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

„Að stofna deildina er fyrsta skrefið í að taka þátt. Við erum mjög spennt því það verður spennandi að taka þátt í að móta nýtt sveitarfélag,“ segir Hannes Karl Hilmarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins á Fljótsdalshéraði.

Stofnfundur hinnar nýju deildar var haldinn síðasta laugardag. Deild hefur verið starfandi á Fljótsdalshéraði, þar sem flokkurinn bauð fram síðast og fékk einn bæjarfulltrúa, en hann bauð ekki fram á hinum stöðunum.

Þröstur Jónsson, Þórlaug Alda Gunnarsdóttir og Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir sitja í stjórn deildarinnar sem skiptir með sér verkum á fyrsta formlega fundi. Sigurður Ragnarsson og Pétur Guðvarðarson eru varamenn.

Í kjölfarið á fundi stjórnarinnar verður skipuð nefnd til að stilla upp frambjóðendum á framboðslista fyrir kosningarnar þann 18. apríl.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.