Stjórnarskrá og kvótafrumvarp: Fundur með Magnúsi Norðdal

samfylkingin.jpg

Samfylkingin á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði stendur fyrir opnun félagsfundi á Seyðisfirði annað kvöld þar sem tekin verða fyrir stjórnarskrármál og kvótafrumvarp. Magnús Norðdahl, þingmaður, verður gestur fundarins.

 

Magnús, sem situr á þingi í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur, flytur framsögu. Hann á meðal annars sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Aðaláherslan á fundinum verður samt á umræður.

Fundurinn hefst klukkan 20:00 í íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði. Hann er öllum opinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.