![](/images/stories/news/folk/eyrun_inga_gunnarsdottir_juni21.jpg)
Stuðið í unglingunum hjálpar
Eyrún Inga Gunnarsdóttir er nýr forstöðumaður tómstunda- og frístundamála hjá Fjarðabyggð. Hún segist hafa verið ráðin í draumastarfið.Eyrún Inga er þrítug, útskrifuð úr forustu- og stjórnin með áherslu á mannauðsstjórnun. Hún kom til starfa í byrjun mars.
Hún segir að það skemmtilegasta sem hún hafi gert síðan hún tók við starfinu hafi verið að hitta krakkana og unglingana í Fjarðabyggð til að spyrja þau hvað væri skemmtilegt að gera í félagsmiðstöðvum og skólum.
Eyrún Inga, sem er uppalinn Reyðfirðingur, kveðst hafa verið ráðin í draumastarfið. Stuðið í krökkunum hjálpi til við að gera það enn skemmtilegra,.
Aðspurð um símabannið í grunnskólum Fjarðabyggðar kvaðst hún ekki hafa skoðað það ofan í kjölinn en henni þætti það fín regla við fyrstu sýn.
Fréttin er afrakstur fjölmiðlanámskeiðs Austurfréttar fyrir vinnuskóla Fjarðabyggðar. Fréttina unnu: Matthias Freyr Steindórsson, Helgi Már Ingvarsson, Kjartan Hafdal og Arnar Bjarki Björgvinsson.