Stuðið í unglingunum hjálpar

Eyrún Inga Gunnarsdóttir er nýr forstöðumaður tómstunda- og frístundamála hjá Fjarðabyggð. Hún segist hafa verið ráðin í draumastarfið.

Eyrún Inga er þrítug, útskrifuð úr forustu- og stjórnin með áherslu á mannauðsstjórnun. Hún kom til starfa í byrjun mars.

Hún segir að það skemmtilegasta sem hún hafi gert síðan hún tók við starfinu hafi verið að hitta krakkana og unglingana í Fjarðabyggð til að spyrja þau hvað væri skemmtilegt að gera í félagsmiðstöðvum og skólum.

Eyrún Inga, sem er uppalinn Reyðfirðingur, kveðst hafa verið ráðin í draumastarfið. Stuðið í krökkunum hjálpi til við að gera það enn skemmtilegra,.

Aðspurð um símabannið í grunnskólum Fjarðabyggðar kvaðst hún ekki hafa skoðað það ofan í kjölinn en henni þætti það fín regla við fyrstu sýn.

Fréttin er afrakstur fjölmiðlanámskeiðs Austurfréttar fyrir vinnuskóla Fjarðabyggðar. Fréttina unnu: Matthias Freyr Steindórsson, Helgi Már Ingvarsson, Kjartan Hafdal og Arnar Bjarki Björgvinsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.