Styrkja golfklúbba Fjarðabyggðar um rúmar 24 milljónir næstu þrjú árin

Hver og einn af þeim þremur golfklúbbum sem starfandi eru í Fjarðarbyggð fá um átta milljónir króna úr sjóðum sveitarfélagsins næstu þrjú árin.

Í Fjarðabyggð eru starfandi þrír golfklúbbar; Golfklúbbur Fjarðabyggðar á Reyðarfirði, Golfklúbbur Byggðaholts í Eskifirði og Golfklúbbur Norðfjarðar. Líkt og gerist með flest önnur íþróttafélög þykir mikilvægt að styðja við starf klúbbanna með fjárframlagi enda hvorki auðvelt né ódýrt að halda úti starfsemi þriggja klúbba á ekki stærra eða fjölmennara svæði.

Samkvæmt samningum Fjarðabyggðar vegna þessa skuldbinda allir klúbbarnir sig til að veita öllum áhugasömum íbúum greiðan aðgang að völlunum og öllu starfi klúbbanna. Þeir skuldbinda sig jafnframt til að halda regluleg námskeið fyrir ýmsa aldurshópa og þeir allir hafa um skeið boðið upp á gjaldfrjálst unglingastarf. Þá er mikil samvinna milli klúbbanna sjálfra svo ódýrara er fyrir golfáhugafólk að spila annars staðar en á sínum heimavelli auk þess sem vélar og tæki eru gjarnan lánuð milli klúbba eftir atvikum.

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri, segir engan vafa leika á gildi og mikilvægi þess að styðja öflugt íþróttastarf innan sveitarfélagsmarkanna.

„Sterk umgjörð alls íþróttastarfs skilar miklum árangri, uppfyllir bæði þörf á hreyfingu og eflingu íþrótta í samfélaginu og að auki að efla samstöðu meðal íbúa. Hér geta kynslóðirnar komið saman og stundað golf.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.