Sundlaugin á Eskifirði heitavatnslaus í fyrramálið
Vegna viðhalds verður heitavatnslaust í sundlauginni á Eskfirði frá kl. 8:00 - 12:00 þriðjudaginn 2.febrúar. Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar.
Sundlaugin verður hinsvegar opin og reikna má með að vatn í henni haldist ágætlega heitt fram eftir morgni:
"Athygli er vakin á að eðli málsins samkvæmt verður einungis kalt vatn í sturtum," segir á vefsíðunni.