Svona er umhorfs á Fjarðarheiði – Myndir

Vegurinn yfir Fjarðarheiði var lokaður nær samfleytt fá föstudagsmorgni til miðvikudagsmorguns. Þótt búið sé að ryðja veginn vel má enn sjá ummerki með mannhæðarháum ruðningum.

Vegurinn varð ófær vegna mikillar snjókomu sem hófst að morgni síðastliðins föstudags og stóð linnulítið fram á þriðjudag.

Á laugardag brutust snjóbílar og jeppabifreið frá björgunarsveitinni Héraði yfir heiðina til að sækja sjúkling á Seyðisfjörð. Ferðin fram og til baka yfir heiðina tók um níu klukkustundir.

Heiðin var opin í um fimm tíma á mánudag en þá var aðeins einbreið lína í gegn og bílum fylgt yfir. Um leið og hvessti á ný og tók að skafa undir kvöldmat á mánudag lokaðist leiðin á ný. Mokstur á þriðjudag gekk hægar en vænst var, því opnaðist vegurinn ekki af alvöru fyrr en í gærmorgunn. Seyðisfjörður hafði því verið innilokaður í um fimm daga.

Umhverfið hefur nokkuð breyst síðan á mánudag. Vegurinn yfir heiðina er auður og búið að ýta snjónum út til hliðanna allvíða. Ummerkin eru þó enn áberandi, á nokkrum stöðum eru mannhæðarháir skaflar.

Snjórinn er meiri Seyðisfjarðarmegin á heiðinni, þegar komið er niður fyrir Heiðarvatn. Einna hæstu ruðningana er að sjá við Efri-Staf, sem er þekktur fyrir mikinn snjó.

Starfsmenn Vegagerðarinnar voru að störfum þegar Austurfrétt lagði á heiðina í morgun við að reka niður nýjar stikur í stað þeirra sem brotnað hafa í snjómokstri síðustu daga.

Fjardarheidi 20200305 0001 Web
Fjardarheidi 20200305 0005 Web
Fjardarheidi 20200305 0012 Web
Fjardarheidi 20200305 0015 Web
Fjardarheidi 20200305 0017 Web
Fjardarheidi 20200305 0021 Web
Fjardarheidi 20200305 0023 Web
Fjardarheidi 20200305 0024 Web
Fjardarheidi 20200305 0027 Web
Fjardarheidi 20200305 0030 Web
Fjardarheidi 20200305 0038 Web
Fjardarheidi 20200305 0040 Web
Fjardarheidi 20200305 0043 Web
Fjardarheidi 20200305 0046 Web
Fjardarheidi 20200305 0049 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.