Sýnt frá útför Vilhjálms í Valaskjálf

Aðstandendur Vilhjálms Einarssonar hafa sent frá sér tilkynningu um að sýnt verði frá útför hans í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 15.

Vilhjálmur var um árabil einn af máttarstólpum samfélagsins á Fljótsdalshéraði, sem skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum til fjölda ára og einnig sem virkur þátttakandi í menningar- og íþróttalífi svæðisins.

Sem fyrr segir hefst útförin kl. 15 en opnað verður fyrir útsendingu frá Hallgrímskirkju, sem unnt verður að fylgjast með í Valaskjálf, kl. 14:30.

Í tilkynningu frá aðstandendum þakka eftirlifandi eiginkona Vilhjálms, Gerður Unndórsdóttir, og fjölskylda þeirra fyrir sýndan samhug. Gert er ráð fyrir að einnig muni fara fram sérstök minningarathöfn um Vilhjálm á Egilsstöðum síðar á árinu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.