Tæpum sextíu milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Sextíu verkefni deila með sér 57,8 milljónum króna sem úthlutað var úr Uppbyggingarsjóði Austurlands í dag. Listahátíðin LungA fær hæsta styrkinn. Af öðrum verkefnum sem fá hæstu styrkina má nefna þróun á spæni úr íslenskum smávið, frumflutningur á íslensku tónverki og dansskóla.

LungA fær þrjár milljónir króna í sinn hlut en hátíðin heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt í ár. Tandraberg og Sinfóníuhljómsveit Austurlands fá samtals 3,5 milljónir í sinn hlut fyrir tvö verkefni hvort.

Sinfóníuhljómsveitin fær 2,5 milljónir í hausttónleika sína í nóvember. Þar hyggst sveitin frumflytja verk sem samið var fyrir hana af austfirska tónskáldinu Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Þá fær sveitin eina milljón í almennt starf sitt, sem felst meðal annars í tónlistartengdri fræðslu.

Tandraberg fær tvær milljónir í þróun á spæni úr íslenskum smávið til notkunar við dýraeldi. Gert er ráð fyrir að nota grisjunarvið af Fljótsdalshéraði. Þá fær fyrirtækið eina milljón til að markaðssetja kyndimöguleika með viðarpallettum sem framleiddar eru á Austurlandi til húshitunar á köldum svæðum.

Myndlistarmiðstöðin Skaftfell fær alls 3,1 milljón, annars vegar í sýningardagskrá sína, hins vegar í fræðsluverkefni. Listahátíðin List í ljósi fær þrjár milljónir til að halda hátíðina að ári og taka á móti listamönnum.

Alona Perepelytsia og Þór Tulinius fá hæstu styrki einstaklinga, tvær milljónir hvort. Alona stendur að baki Dansskóla Austurlands sem stendur fyrir dansnámskeiðum á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Reyðarfirði. Þór vinnur á móti að sviðssetningu á frumsömdu leikverki um Sunnefu Jónsdóttur.

Metfjöldi umsókna

Aldrei hafa borist fleiri umsóknir en í ár, 126 talsins upp á alls 193 milljónir króna. Þar af var 71 á sviði menningarmála upp á 82 milljónir en 55 um nýsköpun og atvinnuþróun fyrir 111 milljónir. Af þessum umsóknum fengu 34 menningarverkefni styrki upp á 25,8 milljónir en 27 atvinnuþróunarverkefni 24 milljónir. Að auki voru veittar 7,9 milljónir til stofn- og rekstrarstykja á svið menningar. Áætlað er að þessi verkefni skapi yfir 30 ársverk.

Séu upphæðirnar greindar nánar, til dæmis eftir svæðum, kemur í ljós að Seyðisfjörður fær mest af einstökum stöðum, 12,7 milljónir eða um fimmtung heildarfjármagnsins. Þar á eftir kemur þéttbýlið á Fljótsdalshéraði með 7,4 milljónir fyrir 14 verkefni, flest allra. Þá fara um sjö milljónir í dreifbýlið á Fljótsdalshéraði til níu verkefna.

Séu upphæðirnar greindar eftir rekstrarformi styrklega þá fá fyrirtæki rúmar 17 milljónir en félagasamtök eru þar rétt undir. Verkefni með jafnri kynjaþátttöku fá mest, 23,3 milljónir en verkefni þar sem konur eru fleiri en karlar 22,4. Verkefni þar sem karlar eru fleiri en konur fá á móti 6,2 milljónir.

Mikill fjölbreytileiki er í verkefnunum eins og áður. Í ár var sérstaklega kallað eftir verkefnum sem tengdust áherslum nýrrar Sóknaráætlunar Austurlands sem snúa að málum á sviði menningar og atvinnuþróunar auk tengingar við umhverfismál. Áherslurnar felast í stuðningi við menningarverkefni sem styrkja atvinnustarfsemi á sviði lista og menningar, verkefni sem styðja við menningarstarf barna og ungmenna og verkefni sem draga fram og efla áhugaverða þætti í menningararfleifð. Áherslur sóknaráætlunar snúa einnig að því að styðja við og efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, verkefni sem fela í sér skref að aukinni sjálfbærni og fullvinnslu á Austurlandi þá sérstaklega úr skógarafurðum og á sviði matvælaframleiðslu sem og verkefni sem ríma við hugmyndafræði Áfangastaðarins Austurlands.

Formlegri úthlutunarafhöfn sem halda átti á Eskifirði í dag var aflýst vegna vondrar veðurspár.

Þessi vrekefni frá úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Austurlands 2020
STYRKÞEGI - VERKEFNI - STYRKUR
Sinfóníuhljómsveit Austurlands - Hausttónleikar-frumflutningur - 2.500.000
Sinfóníuhljómsveit Austurlands - Sinfóníuhljómsveit Austurlands -.1.000.000
Tandrabretti ehf. - Þróun á spæni úr íslenskum smávið - 2.000.000
Tandrabretti ehf. - Markaðssetning á viðarpelletum til húshitunar á köldum svæðum - 1.500.000
Skaftfell,sjálfseignarstofnun - Sýningardagskrá Skaftfells 2020 - 2.500.000
Skaftfell,sjálfseignarstofnun - Listfræðsluverkefni Skaftfells 2020 - 600.000
LungA-Listahátíð ungs fólks - LungA Listasmiðjur, LungA Lab og listviðburðir - 3.000.000
Listahátíðin List í Ljósi - List í Ljósi - 2.500.000
Listahátíðin List í Ljósi - HEIMA x List í Ljósi - 500.000
Djúpavogshreppur - The Universe is a Poem - 1.500.000
Djúpavogshreppur - Miðstöð Cittaslow á Íslandi - 600.000
Alona Perepelytsia - Dansskóli Austurlands 2020 - 2.000.000
Sköpunarmiðstöðin svf. - Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði - 2.000.000
Þór Tulinius - Sunnefa - leiksýning - 2.000.000
Ferðamálasamtök - Vopnafjarðar Rannsóknarsetur vatnavistkerfa á Vopnafirði - 1.000.000
Ferðamálasamtök - Vopnafjarðar Vestur-Íslendingaferðir - 910.000
Gunnarsstofnun - Flakkað um fornar slóðir - 800.000
Gunnarsstofnun - Rithöfundalest um Austurland - 500.000
Gunnarsstofnun - Afþreying og matarmenning á Upphéraði - 400.000
Fljótsdalshérað - LAND - Sumarsýning MMF 2020 - 600.000
Fljótsdalshérað - Við erum hér - pólskt vor - 500,000
Fljótsdalshérað - Mitt líf - verkefni um kvikmyndalæsi - 275.000
Fljótsdalshérað - Þjóðleikur 2020 - undirbúningur - 250.000
Félagsbúið Lindarbrekka ehf. - Reykt og grafin matvæli - 1.500.000
Geislar Hönnunarhús ehf.  - Hamprækt og úrvinnsla í Gautavík - 1.500.000
Millifótakonfekt ehf. - Eistnaflug 2020 - 1.500.000
Skógarafurðir ehf. - AlÍslensk Baðtunna - 1.400.000
Félag áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði - Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði - 1.300.000
Minjasafn Austurlands - Kjarvalshvammur - þriðji áfangi - 500.000
Minjasafn Austurlands - Hreindýradraugur III - sýning með verkum François Lelong - 500.000
Minjasafn Austurlands - Valþjófsstaðahurðin - sköpun í nútíð og framtíð - 300.000
Íris Birgisdóttir - Að breyta fjalli - 1.000.000
Mjóeyri ehf. - Austurland Freeride Festival - 1.000.000
Tónlistarmiðstöð Austurlands - Tónleikaröð í Sköpunarmiðstöð Stöðvarfjarðar - 1.000.000
Travel East Iceland ehf. - Stefnumót við Austurland - 1.000.000
Óbyggðasetur ehf. - Fræðslustígur fyrir börn - Náttúra og saga - 950.000
Teiknistofan AKS sf. - Í átt að fullnýtingu framleiðsluefnis - 900.000
Halla Eiríksdóttir - Hönnun þjónustu fyrir gesti og ferðamenn - 800.000
Holt og heiðar ehf. - Eftirréttasósur - 800.000
Jón Þórðarson - Samfélagsmiðstöðin Fjarðarborg - 800.000
Tækniminjasafn Austurlands - Endurskoðun á faglegu starfi og rekstrargrundvelli 800.000
Listdans á Austurlandi, félagasamtök - Dansstúdíó Emelíu - 790.000
Bláa Kirkjan sumartónleikar - Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2020-2021 - 750.000
Lilja Sigurðardóttir - Krydd náttúrunnar - 750.000
Sölumiðstöð Húss Handanna ehf. - IN MEMORIAM - Saklaust fólk - 750.000
Torvald Gjerde - Tónlistarstundir 2020 - 750.000
Þórarinn Bjarnason - Smíði gróðurhúsa úr innlendum viði. Ræktunarhús - 650.000
Hringleikur - sirkuslistafélag - Sirkus á Austurlandi - sirkussmiðjur og sýningar á BRAS - 600.000
Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar Neskaupstað - Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar - 600.000
Blábjörg ehf. - Vöruþróun á eimuðu áfengi - 550.000
Jökuldalur slf. - Upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun við Stuðlagil - 550.000
Anna Kolfinna Kuran - Yfirtaka á Austurlandi - 500.000
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi - Útgáfa ljóðabóka árið 2020 - 500.000
Holan æfingaraðstað, félagasamtök - Holan æfingaraðstaða fyrir hljómsveitir - 500.000
Mamúni ehf. - Porcelain jewellery collection - 500.000
Þórunn Björg Halldórsdóttir - Raddir Innflytjenda á Austurlandi - 500.000
Vesturfarinn,áhugamannafélag - Á meðan við siglum... - 500.000
William Óðinn Lefever - Lefever sauce co. - Lokafasi - 500.000
Hildur Bergsdóttir - Hjartaslóð ígrundunar- og samræðustokkar - 400.000
Ásgeir Þórhallsson - Kjarval og Dyrfjöllin, enskur undirtexti - 175.000

Mynd: Frá úthlutun úr uppbyggingarsjóði 2019.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar