Talsverðar líkur taldar á rafmagnstruflunum

Talsverðar líkur eru taldar á rafmagnstruflunum á Austurlandi fram yfir hádegi í dag vegna ísingar sem sest á rafmagnslínur. Morguninn og nóttin hafa að mestu verið tíðindalítil hjá viðbragðsaðilum.

Í tilkynningu frá Landsneti frá því klukkan níu í morgun er bent á að enn sé von á versnandi veðri fyrir hádegi á Austurlandi og Suðausturlandi austan Öræfa.

Talsverðar líkur eru sagðar á truflunum af völdum vinds og/eða ísingar á byggðalínuna suðaustanlands og á flutningslínur á Austfjörðum, Fljótsdalshéraði og Vopnafirði fram yfir hádegi.

Veðrið tók að versna verulega á Austurland upp úr klukkan sex í morgun. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að morguninn hefði verið afar tíðindalítill og aðeins borist minniháttar beiðnir um aðstoð.

Enn er að bæta í vindinn og upp úr klukkan níu mældust vindhviður upp á 45 m/s bæði á Vatnsskarði eystra og í Hamarsfirði.

Fjallvegir á Austurlandi eru lokaðir og ferð Strætisvagns milli Akureyrar og Egilsstaða fellur niður. Athugað verður með flug eftir hádegi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.