Tíðindalítil jól og áramót hjá lögreglu
Rólegt var hjá lögreglunni á Austurlandi um nýliðin jól og áramót. Fyrst og fremst var um hefðbundin eftirlitsverkefni að ræða.Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir að engin stórmál hafi komið upp um jólin og áramótin verið nánast tíðindalaus.
Lögreglan sinnti eftirliti með sölu flugelda og brennum um áramótin. Þar var allt samkvæmt reglum.
Um jólin var fylgst meðal annars umferð. Heita má til tíðinda að ekkert ölvunarakstursmál kom upp á þessum tíma.