Tilboði tekið í Eiða

Landsbankinn hefur tekið tilboði í jörðina Eiða sem verið hafa til sölu frá því að bankinn eignaðist hana fyrir um einu og hálfu ári síðan.

Þetta staðfestir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, í svari við fyrirspurn Austurfréttar. Ekki er búið að undirrita kaupsamning.

Bankinn tók við eigninni í lok árs 2019 en hafði áður farið fram á uppboð á henni vegna skulda fyrrum eiganda, Sigurjóns Sighvatssonar. Hún var síðan auglýst til sölu í byrjun janúar 2002.

Síðan hafa komið fram nokkrar hugmyndir um nýtingu jarðarinnar í þágu samfélagsstarfsemi en þær ekki orðið að veruleika.

Samkvæmt auglýsingu er jörðin 768 hektarar að stærð og byggingar á henni 4707 fermetrar. Eru þar aðallega byggingar sem áður tilheyrðu Alþýðuskólanum á Eiðum svo sem íþróttahús, heimavistarhús, íbúðahús, kennslustofur og salir.

Ekkert verð var sett á eignirnar. Fasteignamat var 287 milljónir en brunabótamat 1,18 milljarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.