Tilboði tekið í Eiða
Landsbankinn hefur tekið tilboði í jörðina Eiða sem verið hafa til sölu frá því að bankinn eignaðist hana fyrir um einu og hálfu ári síðan.Þetta staðfestir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, í svari við fyrirspurn Austurfréttar. Ekki er búið að undirrita kaupsamning.
Bankinn tók við eigninni í lok árs 2019 en hafði áður farið fram á uppboð á henni vegna skulda fyrrum eiganda, Sigurjóns Sighvatssonar. Hún var síðan auglýst til sölu í byrjun janúar 2002.
Síðan hafa komið fram nokkrar hugmyndir um nýtingu jarðarinnar í þágu samfélagsstarfsemi en þær ekki orðið að veruleika.
Samkvæmt auglýsingu er jörðin 768 hektarar að stærð og byggingar á henni 4707 fermetrar. Eru þar aðallega byggingar sem áður tilheyrðu Alþýðuskólanum á Eiðum svo sem íþróttahús, heimavistarhús, íbúðahús, kennslustofur og salir.
Ekkert verð var sett á eignirnar. Fasteignamat var 287 milljónir en brunabótamat 1,18 milljarðar.