Tökur fyrir Ófærð 3 á Seyðisfirði í dag

Nokkrir Seyðfirðingar verða aukaleikarar í atriðum í næstu þáttaröðinni af Ófærð eða Ófærð 3 í dag. Tökulið frá sjónvarpinu er á Seyðisfirði núna við tökur.

 

Auglýst var eftir aukaleikurum í morgun og tókst fljótlega að manna þær stöður sem voru í boði.

Ástæða þess að auglýst var eftir fólki, eða „statistum“, með svo skömmum fyrirvara var sú að fólk frá Egilsstöðum sem hafði boðað komu sína í þessi aukahlutverk komst ekki.

Þátturinn sem tekinn verður að hluta til upp á Seyðisfirði í dag verður sýndur í sjónvarpinu í vor.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.