Tour de Ormurinn: Hjólreiðakeppni umhverfis Lagarfljótið

tour_de_ormurinn_fljotsdalur_web.jpgUÍA, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækið Austurför og með stuðningi Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, stendur fyrir hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sunnudaginn 12. ágúst. Boðið verður upp á 68 og 103 km leiðir.

 

Keppendur verða ræstir úr Hallormsstaðarskógi klukkan 9:00 að morgni og hjólað verður þaðan út í Egilsstaði, norður yfir Fljót, upp Fellin og inn í Fljótsdal. Þar velja menn um lengri eða styttri hring en endamarkið verður í Hallormsstaðarskógi.

Umhverfis Orminn langa sem er 68 km hringur en þá er farið yfir nýjustu brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal, neðan við Hjarðarból (utan við Hengifoss). Fyrstu tæplega 40 km eru á bundnu slitlagi, síðan tekur við um 20 km malarvegur og loks endað á klæðningu.

Þessi vegalengd verður bæði í boði fyrir einstaklinga eða lið. Í liðakeppni keppa þrír saman í liði og er hringnum þá skipt í þrjá leggi um 26 km, um 24 km og um 20 km.

Hörkutólahringurinn sem er 103 km hringur, farin sama leið og í styttri hringnum, þar til kemur að ,,nýju” brúnni yfir Jökulsá í Fljótsdal. Þá er haldið áfram inn Norðurdal og farið yfir brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal milli Egilsstaða og Þuríðarstaða, (9 km kafli á grófum malarvegi) og haldið áleiðis út Fljótsdal og út í Hallormsstaðaskóg (um 8 km á malarvegi og svo bundið slitlag síðustu 5 km). Eingöngu er boðið uppá einstaklingskeppni í þessari vegalengd.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA í síma 4711353 eða í gegnum tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Hægt er að fylgjast með helstu fréttum af keppninni á Facebook-síðu hennar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.