Umboðsmaður skiptir sér ekki af bílastæðagjöldum

Umboðsmaður Alþingis telur ekki lagaheimildir til að hann hafi afskipti af gjaldtöku Isavia Innanlandsflugvalla af bílastæðum við flugvöllinn á Egilsstöðum.

Þetta má lesa út úr svarbréfi sem birtist nýverið á vef Umboðsmanns. Þar segir að í kvörtuninni hafi verið gerðar athugasemdir við lagagrundvöll gjaldtökunnar sem og að jafnræðis hafi ekki verið gætt við ákvörðun við fyrirkomulag hennar. Ekki kemur þó nákvæmlega fram hverjar lagaforsendurnar séu.

Umboðsmaður svarar því að hans hlutverk sé að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í umboði Alþingis, þar með talið einkaaðila sem fengið hefur verið opinbert vald.

Isavia ohf., og dótturfélagið Isavia Innanlandsflugfellir ehf., sem innheimtir bílastæðagjaldið, starfi á grundvelli einkaréttar þótt þau séu í eigu ríkisins. Ákvörðun um gjaldtökuna sé einkaréttarlegs eðlis en ekki ákvörðun um rétt eða skyldu borgaranna í skilningi stjórnsýslulaga.

Þess vegna séu ekki lagaskilyrði fyrir hendi þannig að Umboðsmaður taki kvörtunina til frekari meðferðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.