Uppsagnir hjá Samskipum hafa líka áhrif á Austurlandi

Tólf starfsmönnum var í síðustu viku sagt upp störfum hjá flutningafyrirtækinu Samskipum. Einn þeirra starfaði á Austurlandi.

Þetta kemur fram í svari Þórunnar Ingu Ingjaldsdóttur, markaðsstjóra Samskipa, við fyrirspurn Austurfréttar.

Uppsagnirnar eru víða í starfsemi fyrirtækisins. Þórunn segir þær hluta af skipulags- og áherslubreytingum hjá félaginu, meðal annars til að ná að fram hagræðingu í rekstri og sameina starfsstöðvar.

Þórunn segir ekki verið að sameina starfsstöðvar eystra heldur starfsemi straumlínulöguð, ferlar einfaldaðir og fækkað um eitt stöðugildi, líkt og á fleiri stöðum.

Hún segir enn fremur að í aðgerðunum séu ferlar einfaldaðir sem eigi að skerpa á þjónustuframboði til viðskiptavina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar