Útlit fyrir góða rjúpnaveiði

Rjúpnaveiðtímabilið hófst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. Á vef umhverfsstofnunar kemur fram að veiðdögum hefur verið fjölgað í 22, veiða má alla daga vikunnar nema miðvikudaga og fimmtudaga.
 
Veiðin á Austur- og Norðausturlandi fór þokkalega af stað, samkvæmt þeim rjúpnaskyttum sem Austurglugginn náði tali af eftir helgina. Vel viðraði á föstudaginn, en síður á laugardag og sunnudag og aðstæður þá betri fyrir rjúpuna en skytturnar, þoka í Jökulsárhlíð og á heiðum, en úrkoma niðri á fjörðum. Snjóalög eru einnig þannig á sumstaðar að erfitt er að finna hvar rjúpan heldur sig. Flestir sem gengu til rjúpna fengu þó í matinn fyrir sig og sína og sumir gott betur.

Í Austurglugganum, sem kemur út á morgun, fimmtudag, er rætt stuttlega við Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubónda á Mjóeyri í Eskifirði, sem hefur gengið til rjúpna frá því hann var 8 ára gamall, fyrst óvopnaður með eldri bræðrum sínum, en 13 ára gerðist hann fullgildur veiðimaður og hefur verið það síðan.

Umhverfisstofnun hvetur veiðimenn til að gæta hófs í veiðum eins og undanfarin ár og endurnýja veiðkortin áður en þeir ganga til rjúpna. Nánari upplýsingar um reglur og viðmið fyrir rjúpnaveiði má finna á www.umhverfisstofnun.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.