Varað við sjávarflóðum eystra

Veðurstofan varar við hárri sjávarflóðum við Austfirði í dag. Von er á austan hvassvirði og talsverðri rigningu eftir hádegi.

Í athugasemd veðurfræðings með spá Veðurstofu Íslands kemur fram að lágur loftþrýstingur sé við landið. Þess vegna sé mikill áhlaðandi og mikið brim sem auki líkur á sjávarflóðum við austanvert landið í dag.

Ástæðuna fyrir þessu má rekja til lægðar sem er að koma upp að sunnanverðu landinu og er jafnvel talin ein sú dýpsta sem komið hefur til landsins. Hún mun ekki valda miklum usla, þótt gular viðvaranir hafi verið gefnar út vegna austan hvassviðris á Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum.

Á Austurlandi og Austfjörðum er spáð austan 10-18 m/s og talsverði rigningu á láglendi síðdegis. Undir kvöldmat tekur að lægja á ný og styttir upp.

Sveitarfélagið Fjarðabyggð sendi í morgun frá sér viðvörun til íbúa um mikla hálku á götum og gangstéttum. Þar segir að unnið sé hörðum höndum að mokstri og hálkuvörnum en aðstæður séu erfiðar þegar hláni og frjósi á víxl. Íbúar eru því beðnir um að fara gætilega.

Allar helstu leiðir eru opnar en unnið að mokstri í dreifbýlinu á Fljótsdalshéraði. Þar er víða enn þæfingsfærð. Vegagerðin varar við hríðarveðri á Fjarðarheiði eftir hádegi og skafrenningi og lélegu skyggni á Mývatns- og Möðrudalsöræfum síðar í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.