Veður og viðhald hafa tafið innanlandsflug

Talsverðar tafir hafa verið á flugi Icelandair milli Reykjavíkur og Egilsstaða undanfarna viku. Veðurskilyrði og viðhald hafa til skiptis skapað vandræði.

Síðast í morgun var klukkustundar seinkunn á morgunvélinni í Egilsstaði. Seinkunin átti uppruna sinn í því að ekki var tiltæk vél vegna reglubundins viðhalds, samkvæmt svari Icelandair við fyrirspurn Austurfréttar.

Sama staða var uppi fimmtudaginn í síðustu viku er morgunflugið kom tveimur tímum seinna í Egilsstaði en áætlun sagði til um. Sama vélin flaug sinnti þann morgunn bæði flugi til Egilsstaða og Akureyrar. Flogið var fyrst norður og var sú ferð á áætlun.

Á miðvikudagsmorgunn urðu einnig miklar tafir en það var vegna veðurs. Vandamálið var samt að vél sem var að koma frá Akureyri þurfti að lenda í Keflavík vegna þoku og bíða þar um stund áður en hún gat farið aftur til Reykjavíkur og sótt farþegana sem áttu að fara í Egilsstaði.

Seinni part föstudags voru tvær ferðir felldar niður vegna ísingar.

Þar með var komin af stað keðjuverkun. Á laugardag þurfti vél Icelandair fyrst að fljúga til Akureyrar áður en hún hóf að fljúga með farþega til Egilsstaða. Flugið norður var á áætlun, samkvæmt upplýsingum úr grunni Flightradar24.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.