Veiðitímabil rjúpu langlengst austanlands

Rjúpnaveiðimenn á Austurlandi fá helmingi fleiri daga til veiðanna en í boði er í öðrum landshlutum þennan veturinn en ráðherra samþykkti nýverið tillögur Umhverfisstofnunar um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2024.

Alls má veiða rjúpur í 43 daga austanlands að þessu sinni. Veiðitímabilið hefst að þremur vikum liðnum þann 25. október og stendur nánast fram að jólum þann 22. desember. Veiðidagar eru heilir og heimilt að veiða frá og með föstudögum til og með þriðjudögum innan tímabilsins.

Austfirskir veiðimenn hafa því mun drjúgari tíma til veiðanna þennan veturinn en fyrir ári þegar veiðitímabilið var sléttur mánuður. Breytingarnar afleiðing af nýju veiðistjórnunarkerfi sem tekið hefur verið upp og tók formlega gildi í síðasta mánuði.

Aðrar helstu reglur sem áður voru gildandi halda sér óbreyttar að mestu og áfram verður strangt sölubann á rjúpu.

Mynd Umhverfisstofnun

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar