Skip to main content

Veiðiþjófar gómaðir á jóladag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. des 2011 16:58Uppfært 08. jan 2016 19:22

hreindyr_web.jpgLögreglumenn á Fáskrúðsfirði gómuðu tvo veiðiþjófa í gær sem skotið höfðu hreindýr. Þeir sögðust hafa verið á refaveiðum en ekki staðist freistinguna þegar þeir urðu varir við dýrið.

 

Upp komst um verknaðinn við venjubundið umferðareftirlit. Lögreglan hafði afskipti af bifreið sem í voru menn sem klæddir voru í veiðigalla og „virtust mjög vel útbúnir til veiða,“ að því er fram kemur í frétt frá Löreglunni.

„Þeir kváðust hafa verið við refaveiðar í Hamarsfirði og ekki staðist mátið þegar hreindýrs varð vart.“ Málið telst upplýst.