Verðtrygging: Lögleg og siðlaus?

framsokn_2012_loka_topp6.jpg
Framsóknarmenn á Austurlandi boða til opins fundar á Kaffi Egilsstöðum um afnám verðtryggingar annað kvöld undir yfirskriftinni: „Verðtygging – lögleg og siðlaus.“ Þingmenn og hagfræðingar eru framsögumenn.

Flokkurinn hefur undanfarna daga staðið fyrir fundarherferð um allt land og á morgun er röðin komin að Austurlandi.
 
Framsögumenn eru Eygló Harðardóttir alþingismaður og hagfræðingarnir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og Ólafur Arnarson, ritstjóri Tímaríms. Þá ávarpar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fundinn.

Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er öllum opinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.