Viðrar vel til flugeldaskota

neistaflug_flugeldar.jpgVeðurfræðingar spá því að vel muni viðra til flugeldaskota á Austfjörðum. Þótt hvasst verði fyrri partinn á morgun eigi að lægja með kvöldinu og vera léttskýjað yfir stærstum hluta landsfjórðungsins.

 

„Áramótaveðrið á Austfjörðum verður líklega mjög gott til flugeldaskota,“ segir Katrín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Agl.is.

Hún segir að gert sé ráð fyrir norðan og norðvestanáttum eystra á gamlárskvöld. „Það verða líklega 8-13 m/s fyrri part kvöldsins og mun hvassari vindhviður (upp í 20-25 m/s) á sunnanverðum Austfjörðum,  en undir og um miðnætti verður farið að draga verulega úr vindi á öllu svæðinu.

Það verður léttskýjað eða heiðskírt á Austfjörðum, en skýjað með köflum á Austurlandi að Glettingi og þar gætu komið stöku él fram eftir kvöldi. Frost 2 til 10 stig og kaldara eftir því sem líður á kvöldið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar