Skip to main content

Vonbrigði að ekki hafi náðst samstaða um nýframkvæmdir í vegagerð á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. nóv 2011 17:17Uppfært 08. jan 2016 19:22

vegaframkv_web.jpgFulltrúar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar segja það vonbrigði að ekki hafi náðst samstaða á nýafstöðum aðalfundi Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi um nýframkvæmdir í vegagerð á Austurlandi.

 

Á fundinum var samþykkt að Norðfjarðargöng væru í forgangi í jarðgangnaframkvæmdum á svæðinu. Fulltrúar á aðalfundinum voru hins vegar ekki sammála um forgangsröðun í öðrum vegaframkvæmdum og skömmu fyrir fundinn klofnaði stjórn SSA í atkvæðagreiðslu um málefnið.

í ályktun bæjarstjórnarinnar eru áréttað að áherslur hennar hafi verið að setja í forgang lagningu slitlags um Berufjarðarbotn og í Skriðdal „ásamt því að horfa til vegabóta þeirra byggða á Austurlandi sem búa við eina aðkomuleið og slæmar vegasamgöngur, sbr. Borgarfjörður Eystri.“

Þar á eftir koma lagfæringar leiða sem stytta vegalengdir innan fjórðungsins, til dæmis Breiðdalsheiði og Öxi.

„Er þetta í takt við þær áherslur Fjarðabyggðar sem verið hafa í gegnum tíðina þær að koma vegasamgöngum sem mest á láglendi samanber þau rök sem sett hafa verið fram til stuðnings nýjum Norðfjarðargöngum.“