VÍS gefur þúsund húfur á Austurlandi

vis_hufur_web.jpgUm eitt þúsund Austfirðingar með F plús tryggingu hjá VÍS hafa að undanförnu nælt sér í húfur sem þeim standa til boða. Umdæmisstjórinn er hæstánægður með viðtökurnar.

 

„Það er varla nógu sterkt til orða tekið að húfurnar hafi runnið út eins og heitar lummur. Á skömmum tíma höfum við gefið hátt í þúsund stykki á Austurlandi,“ segir umdæmisstjórinn, Methúsalem Einarsson.

„Flestar hafa farið hér á Héraði eða um helmingur en það er sama hvar borið er niður frá Vopnafirði til Djúpavogs. Alls staðar er sama sagan: framúrskarandi móttökur. Þetta er mjög ánægjulegt og gaman sinna forvörnum á svona jákvæðan hátt. Krakkarnir sjást miklu fyrr en ella og svo eru húfurnar bæði hlýjar og góðar í vetrarkuldanum.“

Í tilkynningu fyrirtækisins segir að húfunum fari fækkandi en nokkur eintök séu eftir á þjónustuskrifstofunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.