06. ágúst 2024
Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Egilsstöðum að ári
Gera má ráð fyrir að um eða yfir þúsund ungmenni auk tíu þúsund annarra gesta staldri við á Egilsstöðum Verslunarmannahelgina 2025 en þar verður vettvangur næsta unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fyrir börn og unglinga frá 11 til 18 ára aldurs.