Fréttir
Strætóstopp við Egilsstaðaflugvöll ekki talið fýsilegt að svo stöddu
Í aðdraganda þess að Isavia hugðist taka upp bílastæðagjöld við flugvöllinn á Egilsstöðum var gerð tilraun af hálfu þess fyrirtækis sem sér um strætisvagnaakstur milli Fellabæjar og Egilsstaða hvort hægt væri að bæta við stoppi við völlinn án þess að setja alla áætlun úr skorðum. Það reyndist vel hægt ef ein stoppistöð var tekin út á móti en þótti ekki fýsilegt af hálfu Múlaþings.