25. júlí 2024
Tæplega 9 þúsund króna gjald fyrir fáeinar mínútur á Egilsstaðaflugvelli
Jón Eiður Jónsson, sem bæði rekur leigu- og rútubifreið, telur sig hafa verið hlunnfarinn duglega þegar hann fékk fyrr í vikunni tæplega 9 þúsund króna bílastæðisreikning frá Isavia fyrir fimm daga notkun við Egilsstaðaflugvöll. Umrædd bifreið þó verið lagt við heimili hans lunga þess tíma.