12. júlí 2024
Þátttaka í Klifurhátíðinni á Seyðisfirði langt umfram væntingar
Klukkan 16 í dag hefst allra fyrsta Klifurhátíðin á Seyðisfirði en að undirbúningi hennar hefur verið unnið sleitulítið í rúmt ár. Skipuleggjendur gerðu sér vonir um að 50 klifurkappar tækju þátt en nú þegar skráningu er lokið er sú spá fokin út í veður og vind. Fjöldinn telur rúmlega 120 keppendur.