12. september 2023
Síldarvinnslan hættir bolfiskvinnslu á Seyðisfirði
Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Ríflega 30 starfsmenn eru þar. Hluta þeirra verður boðin vinna á öðrum starfsstöðvum. Skipverjar á togaranum Gullveri halda vinnunni en munu landa víðar en á Seyðisfirði. Fiskimjölsverksmiðjan verður rekin áfram.