08. september 2023
Athugasemd um leiðarval gerði fulltrúa Miðflokks vanhæfan að sitja fund um málið
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings var vanhæfur til setu í ráðinu meðan skipulagstillaga um leiðarval frá Fjarðaheiðargöngum til Egilsstaða var þar til umsagnar. Fulltrúinn hafði sjálfur sent inn athugasemd þegar tillagan var auglýst.