30. nóvember 2022
Hartnær helmingsfjölgun ferðafólks að Hengifossi milli ára
Rétt tæplega 73 þúsund ferðamenn hafa lagt leið sína að hinum tignarlega Hengifossi í Fljótsdal það sem af er ári. Þá hafa 40 þúsund ferðalangar heimsótt Hafnarhólma á Borgarfirði eystra og barið lundana augum.