23. nóvember 2022
Fleiri spurningar en svör á vindorkufundi í Fljótsdal
Það var þéttsetið á öðrum íbúafundinum vegna hugmynda um byggingu vindorkugarðs í sveitarfélaginu Fljótsdal í gærkvöldi en þar voru fyrir svörum forsvarsmenn verkefnisins, Copenhagen Infrastructure Partners (CIP), landeigendur sem sýnt hafa áhuga að taka þátt, forsvarsmenn sveitarfélagsins auk þess sem skipulagsfræðingur fór yfir stjórntæki sveitarfélaga miðað við núgildandi rammaáætlun í orkumálum.