Fréttir
Vill íhugunarstað í fjöruborðinu við Djúpavog
„Hugmyndin til að byrja með er að setja niður steina í sjávarborðinu og fólk geti lagt af stað með spurningar um lífið og tilveruna, staldrað við í miðjunni til íhugunar og hugsanlega komið út með einhver svör við lífsins gátum,“ segir Þórdís Sævarsdóttir, aðstoðarskólastjóri á Djúpavogi.