24. ágúst 2022
„Lagfærðum það sem okkur blöskraði mest“
„Ég get tekið heils hugar undir það að þetta var mjög sjokkerandi að sjá og svæðið töluvert verra útlits en við áttum von á,“ segir Magnús Guðmundsson, en hann ásamt nokkrum félögum úr Austurlandsdeild ferðaklúbbsins 4x4 eyddu dagsstund fyrir skömmu að lagfæra djúp og ljót utanvegahjólför á Kverkfjallaleið.