19. ágúst 2022
Fljótsdælingar vilja kynna sér vindmyllugarða á Spáni
„Þarna er einungis um það að ræða að þeir landeigendur sem eiga hagsmuna að gæta varðandi vindorkugarð vilja vita meira um verkefnið. Fyrirtækið sem við eigum í viðræðum við rekur þar tiltölulega nýjan og fullkominn vindorkugarð og þess vegna er Spánn á dagskránni,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljótsdal.