Fréttir
Norður og niður komin niður á endastöð
„Það er varla hægt að lýsa tilfinningunni að ljúka svona hjólatúr. Þetta var í alla staði frábær ferð, strákarnir stóðu sig eins og hetjur því það var ekki margt auðvelt á leiðinni en allt gekk upp að lokum,“ sagði Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, hjólagarpur í hjólahópnum Norður og niður en 600 kílómetra túr hópsins frá Fáskrúðsfirði frá nyrsta hluta landsins til þess syðsta lauk fyrir stundu.