Aldís Fjóla safnar fyrir tónleikaferð um landið

Söngkonan Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsson, frá Brekkubæ í Borgarfirði, safnar nú fyrir tónleikaferð um landið næsta sumar. Hún er að hefja þriggja ára söngkennaranám í Danmörku í haust.

Aldís Fjóla er af mikilli tónlistarfjölskyldu og hefur verið viðloðandi tónlist frá því hún man eftir sér. sig. Hún byrjaði ung að læra á blokkflautu, píanó og þverflautu en söngur átti hug hennar allan.

Eftir að hafa prófað alla stíla innritaði hún sig í „Complete Vocal“ nám í Kaupmannahöfn og er hún nú að hefja þriggja ára kennaranám frá þeim skóla í haust. „Complete Vocal“ tæknin byggir á 20 ára ítarlegum rannsóknum á öllum tegundum söngstíla, allt frá þungarokki til klassísks söngs og kynnir nýjar og auðveldar aðferðir til að nota röddina til hins ýtrasta á heilbrigðan og gefandi hátt.

Aldís Fjóla hefur komið víða fram og tók hún meðal annars þátt í fyrstu þáttaröð The Voice hér á landi.

Hún safnar nú fyrir tónleikaferð um landið næsta sumar í gegnum Karolina fund. Þar mun hún flytja frumsamið efni í bland við hennar uppáhalds lög, ásamt því að fræða tónleikagesti um tækni Complete Vocal stefnunnar.

Inn á síðunni er hægt að heita á hana, til dæmis með því að kaupa miða á tónleika, söngtíma fyrir einn eða fleiri og alveg upp í að kaupa einkatónleika í stofunni heima.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar