![](/images/stories/news/2017/dans_leikskolar/leikskoli_dans_0008_web.jpg)
Dansað fyrir foreldrana - Myndir
Börnin á leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum hafa undanfarna viku verið á dansnámskeiði hjá Alyona Perepelytsia.
Í dag var komið að lokadegi námskeiðsins. Eftir hádegið var foreldrum boðið í heimsókn í skólann og þeim sýndur afrakstur vikunnar. Austurfrétt var á danssýningunni á leikskólanum Skógarlandi sem hýsir eldri nemendurna.